Aukaslög í hjarta fósturs við 20 vikna sónar

09.05.2008

Ef það er reglulegt aukaslag í hjarta fóstur hvað getur það þýtt? Er þetta eitthvað sem er algengt í 20. vikna sónar og hverfur svo eftir smá tíma? (fengum tíma hjá hjartasérfræðing en hver klukkustund líður einsog heilt ár að bíða eftir skoðun og svörum)

 


 

Sæl!

Þetta er algengt að sjá við 20 vikur og langoftast vegna vanþroska í æða- og leiðslukerfi hjartans og  hverfur þegar fóstrið stækkar og eldist. Við höfum boðið konum ef þetta er viðvarandi meðan á skoðun stendur að fara í aukaskoðun af hjarta fóstursins til barnahjartlækna eins hjá þér . Ef grunur vaknar um hjartagalla er konan send beint í hjartaómun til barnahjartlæknis, en ekki  þegar um hjartsláttaróreglu  eða aukaslög er að ræða, þar sem það er langoftast vegna vanþroska en ekki vegna gruns um hjartagalla.

Kveðja og gangi þér vel,


María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreiningardeild LSH,
9. maí 2008.