Spurt og svarað

09. maí 2008

Aukaslög í hjarta fósturs við 20 vikna sónar

Ef það er reglulegt aukaslag í hjarta fóstur hvað getur það þýtt? Er þetta eitthvað sem er algengt í 20. vikna sónar og hverfur svo eftir smá tíma? (fengum tíma hjá hjartasérfræðing en hver klukkustund líður einsog heilt ár að bíða eftir skoðun og svörum)

 


 

Sæl!

Þetta er algengt að sjá við 20 vikur og langoftast vegna vanþroska í æða- og leiðslukerfi hjartans og  hverfur þegar fóstrið stækkar og eldist. Við höfum boðið konum ef þetta er viðvarandi meðan á skoðun stendur að fara í aukaskoðun af hjarta fóstursins til barnahjartlækna eins hjá þér . Ef grunur vaknar um hjartagalla er konan send beint í hjartaómun til barnahjartlæknis, en ekki  þegar um hjartsláttaróreglu  eða aukaslög er að ræða, þar sem það er langoftast vegna vanþroska en ekki vegna gruns um hjartagalla.

Kveðja og gangi þér vel,


María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreiningardeild LSH,
9. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.