MorningWell hátíðnihljóðbylgjur við ógleði

19.05.2007

Góðan daginn og takk fyrir alveg „brilljant“ heimasíðu!

Þannig er mál með vexti að ég hef þjáðst af talsvert mikilli ógleði síðastliðnar vikur og er á fullu í skóla erlendis og má eiginlega bara alls ekki missa úr degi. Ég hef reynt ýmislegt s.s sjóveikisarmbönd, engiferte, borða lítið oft á dag, drekka mikið o.s.frv. Þetta hefur ef til vill hjálpað mér eitthvað en alls ekki nóg.

Ég datt svo niður á geisladisk sem ég fann á netinu sem kallast MorningWell. Í stuttu máli er þetta geisladiskur sem spilar hátíðnihljóðbylgjur sem hafa þau áhrif að minnka einkenni ógleði eða jafnvel eyða þeim alveg, þetta er allt saman vísindalega rannsakað og hættulaust. Þú hlustar á hann í alla veganna 20 mínútur í einu eða þangað til þér finnast einkennin minnka. Það tók mig tvo daga af u.þ.b. 40 mínútna hlustun til minnka einkennin verulega. Þess má geta að þetta er algjörlega án lyfja og það verður að nota heyrnatól. Geisladiskinn fann ég á heimasíðunni www.mothersbliss.co.uk

Vona að þetta geti hjálpað einhverjum sem þjást af ógleði!

Bestu kveðjur, Ólétta.