Spurt og svarað

24. janúar 2008

Mygluostar í elduðum mat

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Ég bý í Danmörku og þar sem að ég hef ekki hugmynd um hvort að mygluostarnir hér séu unnir úr gerilsneyddri mjólk eða ekki hef ég bara alveg sleppt því að borða þá síðan að ég varð ólétt. Ég var samt að velta því fyrir mér hvort það sé í lagi að borða þá þegar að búið er að elda þá, eins og t.d. camenbert í brauðrétti eða gráðost ofan á pizzu?

 


 

Sæl og blessuð!

Eins og svo oft áður þá leituðum við til Gríms Ólafssonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Hann telur líklegt að danskir ostar séu úr gerilsneyddri mjólk, en í verslunum þar eins og víðast í Evrópu er mikið úrval af ostum frá ýmsum löndum. Dönsku ostarnir ættu að vera merktir, „pastörisered mælk“ eða eitthvað svipað. Hitun yfir 70°C á að drepa allar sjúkdómsvaldandi bakteríur, það er bara spurning um hvort hitastigið nær því í nokkrar mínútur. Grímur benti einnig á heimasíðu dönsku matvælastofnunarinnar (Födevaredirektoratet) en þar eru mjög góðar upplýsingar um matvæli fyrir neytendur.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. janúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.