Mýkingarefni

17.10.2011

Góðan daginn!

Ég er með mjög furðulega fyrirspurn. Kann einhvern veginn ekki við að spyrja ljósmóður mína að þessu því mér finnst þetta svo skrítinn ávani hjá mér. Þannig er mál í vexti að ég er algjörlega orðin háð mýkingarefni. Ég verð að þefa af því alveg nokkrum sinnum á dag og þefa beint upp úr flöskunni sjálfri. Borða það ekki eða neitt í þeim dúr en verð að þefa af því. Ég veit að óléttar konur geta fengið alls konar „cravings“ á meðgöngu en ég er velta því fyrir mér hvort ég sé nokkuð að skaða barnið á einhvern hátt með þessu þefi?

Með kveðju, Margrét.

 


 

Sæl Margrét!

Ég held að þú finnir svar við þessu í annarri fyrirspurn hérna á vefnum. Þar er talað um "pica cravings" en það getur einnig komið fram sem löngun til að finna ákveðna lykt.

Reyndu að hætta þessu strax og ræddu málið við ljósmóðurina þína.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. október 2011.