Næturvinna á meðgöngu

04.02.2007

Getur næturvinna getur haft slæm áhrif á meðgöngu? Er mælt með að þær konur sem eru í vaktavinnu eins og hjúkrunarfræðingar
hætti á næturvöktum þegar þær eru ófrískar?


Það er náttúrulega einstaklingsbundið hvernig hverri og einni konu líður á meðgöngu og kannski skynsamlegast í þessu öllu að hlusta á líkamann.
Það er hins vegar rannsakað að vaktavinna er ekki holl og venst ekki með tímanum. Um miðbik meðgöngu mega þungaðar konur hætta að taka næturvaktir óski þær þess. Best er að ræða þetta við vinnuveitanda hverju sinni með heilsu og vellíðan þína og ófædda barnsins að leiðarljósi.


Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. febrúar 2007.