Naflaslit og meðganga

19.05.2008

Ég er að ganga með mitt 3 barn, og hef heyrt að naflaslit hjá móður geti verið hættulegt á meðgöngu. Er það rétt, það hefur aldrei verið nefnt við mig í skoðum.

Kveðja, Kalla.


Sæl!

Nei það ætti ekki að vera hættulegt á meðgöngu, en endilega láttu líta á það þegar þú ert búin að fæða, ef það er mikið þá þarf stundum að laga það.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2008.