Nálastungur, nudd og rafmeðferð á meðgöngu

09.03.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langaði til að forvitnast um sjúkraþjálfun á meðgöngu. Ég er komin um 16 vikur á leið og er búin að vera aðeins í þjálfun vegna hnémeiðsla. Er meðal annars búin að vera í nálastungum, nuddi og rafmeðferð. Er þetta allt í lagi?Sæl og blessuð!

Þetta er örugglega í góðu lagi. Það er mjög mikilvægt að meðferðaraðilar viti af þungun þinni því t.d. hvað varðar nálastungur þá þarf að forðast ákveðna punkta á meðgöngu.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2007.