Nammi, gos og óléttusleikjó

11.12.2008

Hæ!

Mig langaði ótrúlega í nammi, sætindi en ég þori ekki að borða nammi né drekka gos svo ég fékk mér óléttusleikjó. Getur það leitt til flökurleika, ef mér er ekki flökurt nú þegar? Er eitthvað í þeim sleikjó sem er líka í nammi sem er óhollt? Af hverju má ekki borða nammi eða drekka gos á meðgöngunni? Ég meina, hvað er það sem nammi veldur, eða hvað gerist?


Sæl og blessuð!

Óléttusleikjó er yfirleitt notaður við ógleði en ég vissi ekki að hann gæti valdið ógleði. Ég hef nú ekki heyrt að það megi alls ekki borða nammi eða drekka gos á meðgöngu en það er rétt að gæta hófs í því eins og bara alltaf. Gos inniheldur reyndar mikið af fosfór en ofgnótt fosfórs getur hindrað upptöku kalks sem er miklvægt að ekki skorti á meðgöngu. Leyfðu þér bara að fá þér nammi og gos en gættu bara hófs. 

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2008.