Spurt og svarað

24. október 2006

Nefbein ekki til staðar við hnakkaþykktarmælingu

Hæ, hæ!

Ég fór í hnakkaþykktarmæling þegar ég var komin 12 vikur og 5 daga. Það var svo hringt í mig nokkrum dögum seinna og ég var beðin um að koma í legástungu. Ég var svolítið hrædd við það og bað um að fá að koma aftur í sónar sem ég fékk þá komin 13 vikur og 4 daga. Þá var nefbeinið  komið. Það kom allt voða vel úr hnakkaþykktinni nema þetta og ég er rólegri núna eftir að nefbeinið var komið en samt er ég eitthvað svo smeyk. Ljósmóðirin sem tók á móti mér sagði að nefbeinið væri eins og tennur það er svo misjafnt hvenær það kæmi fram.

Hvenær ætti nefbeinið að vera komið? Ef það er um litningagalla að ræða, hversu seint kemur nefbeinið fram hjá downsheilkenna börnum? Sé svolítið eftir því að hafa ekki farið í legástungu.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Við leituðum til Huldu Hjartardóttur, fæðinga- og kvensjúkdómalæknis til að fá svar við spurningunni þinni:

„Það má segja að búist sé við því að nefbein sé til staðar fyrir 14 vikur og ef ekki eru talsvert auknar líkur á Downs heilkenni. Því er talið nægilegt að gera ómskoðun aftur viku eftir upprunalega skoðun og athuga þá aftur með nefbein. Ef það er komið í ljós má reikna út líkur eins og það hefði verið til staðar í upphafi. Það ættu því ekki að vera auknar líkur á Downs heilkenni þó að nefbeinið komi viku seinna, ef það er komið fyrir 14 vikur.“

Við vonum að þetta svari spurningu þinni.

Gangi þér vel.

yfirfarið 28.10.2015

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.