Spurt og svarað

29. janúar 2007

Neikvæðar hugsanir

Kæru ljósmæður
Langar til að spyrja ykkur hvort þetta sé eðlilegt hjá mér eða hvað. Ég er komin nokkrar vikur á leið með mitt fjórða barn og hef aldrei verið eins upptekið að því að hugsa eitthvað neikvætt eins og er eitthvað að fóstrinu mínu, missi ég fóstrið eða er ég með utanlegsfóstur, ég er alveg orðin húkkt á þessum hugsunum sem mér finnst alveg ömurlegt. En ég spyr er þetta eðlilegt  eða hvað?
kveðja
Skotta
 Komdu sæl Skotta.


 

Margar konur lýsa þessu eins og þú.  Búnar að eiga mörg heilbrigð börn og þá kemur eitthvað yfir þær og þeim finnst endilega að núna sé eitthvað að.  Sem betur fer er það nú sjaldnast.  Þetta er eðlilegt en ekki uppbyggilegt þannig að þú ættir að venja þig á þegar þú ferð að hugsa á þessum nótum að hætta því og hugsa eitthvað fallegt um barnið þitt í staðinn.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
29.01.2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.