Spurt og svarað

04. október 2006

Nestispoki

Daginn!

Ég fór í hnakkaþykktarmælingu um daginn og samkvæmt mínum útreikningum þá hefði ég átt að vera komin 12 vikur en þegar ljósan skoðaði krílið tilkynnti hún okkur að það væri bara 10 vikna.
Hvort er farið eftir egglostíma eða tíðarhring þegar miðað er við hnakkaþykktarmælinguna?

Ljósmóðirin benti okkur á svona hvað væri hvað hjá krílinu okkar og nefndi að lokum að þarna væri líka svokallaður nestispoki. Hvað er þessi nestispoki? Er hann eitthvað sem kemur í stað naflastrengsins í byrjun?

Kveðja, Aprílungi.


Sæl, þegar farið er í hnakkaþykktarmælinguna er miðað við fóstrið sé 12 vikna , sem er raun 10 vikur frá egglosi og 12 vikur frá blæðingum. Nestispoki er næringarpoki fullur af rauðum blóðkornum sem gefur fóstrinu næringu á fyrstu vikunum, hann hverfur síðan inn í naflastrenginn þegar fylgjan tekur yfir næringarhlutverkið sem er við 11-12 vikur.

Kær kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
4. október 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.