Nestispoki

04.10.2006

Daginn!

Ég fór í hnakkaþykktarmælingu um daginn og samkvæmt mínum útreikningum þá hefði ég átt að vera komin 12 vikur en þegar ljósan skoðaði krílið tilkynnti hún okkur að það væri bara 10 vikna.
Hvort er farið eftir egglostíma eða tíðarhring þegar miðað er við hnakkaþykktarmælinguna?

Ljósmóðirin benti okkur á svona hvað væri hvað hjá krílinu okkar og nefndi að lokum að þarna væri líka svokallaður nestispoki. Hvað er þessi nestispoki? Er hann eitthvað sem kemur í stað naflastrengsins í byrjun?

Kveðja, Aprílungi.


Sæl, þegar farið er í hnakkaþykktarmælinguna er miðað við fóstrið sé 12 vikna , sem er raun 10 vikur frá egglosi og 12 vikur frá blæðingum. Nestispoki er næringarpoki fullur af rauðum blóðkornum sem gefur fóstrinu næringu á fyrstu vikunum, hann hverfur síðan inn í naflastrenginn þegar fylgjan tekur yfir næringarhlutverkið sem er við 11-12 vikur.

Kær kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
4. október 2006.