Neysla fyrir meðgöngu, þyngd og bakverkir

13.09.2011

Hæ hæ

Ég er 19 ára stelpa og er að ganga með mitt fyrsta barn. Ég er búin að vera edrú í 7 mánuði og var komin 6 mánuði á leið 7. sept. Ég er alkóhólisti og fíkill. En ég fór í meðferð og var búin að vera edrú í sirka mánuð þegar ég varð ólétt. Getur það haft áhrif á barnið?  

Ég hef alltaf verið mjög létt og lítil útaf neyslu og hef alveg farið niðrí 46 kíló. ég er sirka 1,62cm á hæð. En núna er ég 70 kíló og er komin sirka 28 vikur á leið. Er ég of þung?  Ég er dugleg að hreyfa mig, fer oft út í göngutúra og er nýbyrjuð að synda. Ég stunda meðgöngujóga og reyni að borða fjölbreytta og holla fæðu. Ég hætti að reykja á 5 mánuði.

 

Svo langar mig að spyrja líka, ég er með vefjagigt í mjóbakinu getur hún versnað við meðgöngu?

 


Komdu sæl.

Þú virðist vera búin að snúa lífi þínu algjörlega við til hins betra og ég óska þér til hamingju með það.

Neysla fyrir þungun á ekki að hafa beín áhrif á barnið, hins vegar er annað sem fylgir neyslu sem getur haft áhrif eins og vannæring og slíkt.  Þú segir ekki hvað þú varst þung rétt áður en þú varðst ólétt svo ég get ekki metið hversu mikið þú hefur þyngst á meðgöngunni en þú ert ekki of þung.

 

Breytt líkamsstaða getur valdið þér auknum verkjum á meðgöngu í mjóbakinu svo þú þarft að passa þig, en öll þessi hreyfing gerir þér bara gott og hjálpar þér mikið.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
13. september 2011.