Spurt og svarað

30. desember 2006

Neysla króms á meðgöngu

Hæ, hæ!

Er gengin 20 vikur og gengur mjög vel, er líkamlega og andlega hraust og orkumikil. Þó er einn hængur á og hann er sá að ég er ferlegar sjúk í sykur og hef áhyggjur af því að hann fari ekki vel i barnið auk þess sem að hann fer ekki vel í mig sjálfa. Því langar mig að spyrja hvort að það sé óhætt fyrir mig að taka inn aukalega króm til að koma jafnvægi á blóðsykurinn, ef ekki eru þá einhver önnur góð ráð í boði.

Með bestu kveðju, mamma hans Kára.

 


 

Sæl og blessuð!

Barnshafandi konur ættu ekki að taka inn meira af krómi en gefið er upp í ráðlögðum dagskömmtum fyrir konur á barnseignaraldri sem er 0,05–0,2 mg, samkvæmt National Academy of Sciences.

Gott ráð til að koma jafnvægi á blóðsykurinn er að borða hollan mat og borða oftar og lítið í einu. Það getur verið gott fyrir þig að auka neyslu á grófu korni, grænmeti, mögru kjöti og fiski en reyna að minnka neyslu á mat sem inniheldur hvítt hveiti og sykur. Þegar sykurþörfin gerir vart við sig er betra að grípa hollan ávöxt heldur en sælgæti eða kökur.

Vona að þetta slái aðeins á sykurpúkann!

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.