Spurt og svarað

26. september 2006

Nikótín lyf og Cipralex á meðgöngu

Hæ, hæ!

Þannig er mál með vexti að ég var að fá jákvætt á þungunarprófi en ég reyki og ætla að hætta. Eru nikótínlyf skaðleg fyrir fóstrið?
Er einnig að taka cipralex, á ég að fá eitthvað annað lyf?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Hér á síðunni er fjallað um Reykingar þar sem m.a. er fjallað um notkun nikótínlyfja á meðgöngu.

Eftirfarandi upplýsingar er að finna í Sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunnar um notkun Cipralex (escitalóprams) á meðgöngu:

„Takmarkaðar klínískar upplýsingar liggja fyrir um skaðvænleg áhrif escitalóprams á meðgöngu. Við rannsóknir á eituráhrifum á æxlun hjá rottum, gerðum með escítalóprami, komu fram eituráhrif á fósturvísa og fóstur, en ekki aukin tíðni vansköpunar. Ekki ætti að nota Cipralex á meðgöngu, nema brýna nauðsyn beri til og aðeins eftir að ávinningur og hugsanleg áhætta hefur verið metin.

Notkun SSRI lyfja á síðasta hluta meðgöngu getur leitt af sér fráhvarfseinkenni hjá nýfæddum börnum, sem fela m.a. í sér tauga-hegðunar truflanir.  Eftirfarandi áhrif voru skráð hjá nýburum þar sem mæðurnar höfðu fengið SSRI lyf fram að fæðingu: Pirringur, skjálfti, ofstæling, aukin vöðvaspenna, stanslaus grátur, sog- eða svefnerfiðleikar. Þessi einkenni benda annað hvort til serotónískra áhrifa eða fráhvarfseinkenna. Ef SSRI lyf eru notuð á meðgöngu, má aldrei hætta töku þeirra snögglega.“

Eins og með svo mörg lyf á meðgöngu þá þarf að meta áhættuna af inntöku lyfsins til móts við þann ávinning sem það hefur í för með sér. Þess vegna ættir þú að hitta heimilislækninn þinn sem fyrst og fara yfir þessi mál með honum.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. september 2006.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.