Spurt og svarað

19. október 2007

Niðurgangur á meðgöngu

Sælar og kærar þakkir fyrir frábæran og fræðandi vef.

Þannig er að ég er komin 14v+ og hef verið með niðurgang mjög oft, afar óþægilegt. Er það alvarlegt? En ok, þá velti ég því fyrir mér hvort það sé eitthvað sem ég borða sem veldur þessu en matseðill dagsins er u.þ.b. svona:

  • Morgunmatur: Cheerios með léttmjólk.
  • Mið morgunn: Létt jógúrt og ávöxtur (pera, epli eða banani) stundum bara annað hvort.
  • Hádegi: Brauð með skinku og osti eða súpa, brauð og salat.
  • Miður dagur: Grænmeti, ávöxtur eða brauð með áleggi.
  • Kvöldmatur: Fiskur eða kjöt með grænmeti og kartöflum eða grjónum.
  • Fyrir svefninn: Vítamín.

Ég er alltaf með vatnsflösku og þurrt cheerios með mér, cheeriosið til að laga ógleðina. Mér finnst þetta voða heilbrigður matseðill og lítið breyttur frá því sem var áður fyrir utan að ég borða meira af brauði en áður.


Sæl og blessuð!

Matseðillinn þinn lítur bara vel út og þú ættir að fá næga orku og næg vítamín á þessu fæði. Það eina sem ég set spurningamerki við er vítamínið. Miðað við matseðilinn þinn ætti ekki að vera þörf á að taka inn vítamín aukalega. Það ætti þó ekki að vera orsök fyrir niðurganginum.

Þú ættir að leita læknis ef niðurgangurinn lagast ekki fljótlega.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. október 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.