Spurt og svarað

27. júní 2012

Aukinn þorsti á meðgöngu

Góðan dag og takk fyrir fróðlegan vef!


Ég er komin 34 vikur og finn núna fyrir miklum þorsta sem ég næ eiginlega ekki að svala, er alltaf að svolgra í mig vatni og finnst ég ekki ná að slökkva í þessum þorsta. Er þetta kannski eðlilegt? (man ekki eftir þessu á fyrri meðgöngum) eða getur verið að það vanti einhver efni í líkamann? Ég fór í sykurþolpróf vegna stæðar fyrra barns og það kom eðlilega út. Getur samt sem áður verið að einhver óregla sé komin á sykurinn núna?

Með bestu kveðju

 

Sæl


Ef allt hefur verið eins og á að vera hefur verið gert sykurþolpróf hjá þér við 28. viku eða um það bil. Þegar kona hefur áður fætt barn sem er 4500g eða meira er ráðlagt að gera sykurþolpróf á næstu meðgöngu. Ég ráðlegg þér að ræða við ljósmóður þína í mæðravernd því mögulegt er að þú sért að þróa með þér meðgöngusykursýki og e.t.v. þykir henni ástæða til að gera nýtt  sykurþolpróf. Hinsvegar getur þetta líka verið eðlilegt og tilfallandi.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. júní 2012


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.