Njálgur á meðgöngu

19.02.2008

Ég hef smá áhyggjur.  Málið er að sonur minn sem er 8 ára var að greinast með njálg og það eru einhverjar líkur á að ég geti verið smituð, ég er komin rúmar 9 vikur á leið og var að lesa á netinu að njálgur getur smitast í leggöng.  Virka lyfin við njálgnum líka í leggöngin eða bara í þörmunum.  Þyrfti ég að fara til læknis til að láta athuga þetta?  Er hættulegt að vera með njálg ef maður er ófrískur?

Með fyrirfram þökk

ein áhyggjufull


Komdu sæl

Vanquin sem er það lyf sem þú mátt taka virkar um allan líkamann hvar sem egg eða njálg er að finna.  Þetta er töflur sem þú gleypir og ef meðferðin er framkvæmd rétt þ.e. annar skammtur tekinn 2 - 3 vikum seinna og fyllsta hreinlætis gætt ætti það að vera nóg til að losna alveg við njálginn.  Njálgur hefur ekki áhrif á fóstrið heldur er fyrst og fremst óþægilegur fyrir þig.  Þú getur lesið nánar um þetta á www.doktor.is

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. febrúar 2008.