Spurt og svarað

19. febrúar 2008

Njálgur á meðgöngu

Ég hef smá áhyggjur.  Málið er að sonur minn sem er 8 ára var að greinast með njálg og það eru einhverjar líkur á að ég geti verið smituð, ég er komin rúmar 9 vikur á leið og var að lesa á netinu að njálgur getur smitast í leggöng.  Virka lyfin við njálgnum líka í leggöngin eða bara í þörmunum.  Þyrfti ég að fara til læknis til að láta athuga þetta?  Er hættulegt að vera með njálg ef maður er ófrískur?

Með fyrirfram þökk

ein áhyggjufull


Komdu sæl

Vanquin sem er það lyf sem þú mátt taka virkar um allan líkamann hvar sem egg eða njálg er að finna.  Þetta er töflur sem þú gleypir og ef meðferðin er framkvæmd rétt þ.e. annar skammtur tekinn 2 - 3 vikum seinna og fyllsta hreinlætis gætt ætti það að vera nóg til að losna alveg við njálginn.  Njálgur hefur ekki áhrif á fóstrið heldur er fyrst og fremst óþægilegur fyrir þig.  Þú getur lesið nánar um þetta á www.doktor.is

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
19. febrúar 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.