Spurt og svarað

04. maí 2008

Notið hanska við vorverkin í garðinum

Góðan daginn.

Ég er komin 5 vikur á leið en ég missti einmitt fóstur í febrúar þegar ég var komin 7 vikur. Nú er ég eðlilega að reyna að passa upp vel upp á allt þó að ég viti vel að ég geti í raun ekki komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig ef ekki er allt með felldu.

En ég hef heyrt að óléttar konur eigi ekki að vinna með mold, í garðvinnu og slíkt, vegna ákveðinna sýkla sem leynast í moldinni. Er eitthvað til í þessu? Ég er með lítinn garð sem ég dýrka að dunda í á vorin og mér fyndist leiðinlegt að þurfa að sleppa því.

Kærar þakkir.


 

Sæl og blessuð!

Það er alveg rétt hjá þér að það geta verið sýklar í moldinni sem geta verið hættulegir, t.d. frumdýrið bogfrymill. Bendi þér á að lesa grein Helgu Finnsdóttur, dýralæknis um Bogfrymlasótt sem er á vefsíðunni hennar.

Þú getur þó alveg unnið í garðinum en mikilvægt er að vera með hanska við garðvinnu og snerta þá ekki slímhúðir í munni, augum eða nefi með hönskunum.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. maí 2008.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.