Nudd á meðgöngu

14.12.2006

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Einhvers staðar heyrði ég að nudd á mjóbaki er ekki gott á meðgöngu. Málið er að ég er gengin 13 vikur og er að drepast úr vöðvabólgu í mjóbaki. Er eitthvað til í því að það sé ekki gott að nudda mjóbakið?

Kveðja, ein með verki.


Sælar og takk fyrir að leita til okkar!

Nudd á mjóbak á meðgöngu er vel leyfilegt og getur verið gott til að lina þreytu og vöðvabólgu í mjóbaki.  Einnig getur verið gott að fá nálastungur við mjóbaksverkjum.

Vonandi hjálpar þetta.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. desember 2006.