Spurt og svarað

07. nóvember 2011

Occiput posterior staða

Hæhæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég er 29+6 vikur gengin og langar að vita hvort ég get gert eitthvað í því ef ég er með OP barn.  Hvaða stellingar og æfingar snúa henni við.  Og hvenær það mætti byrja að reyna að snúa snúlluni í hina áttina. Þetta veldur mér svolitlum áhyggjum því að ég er ekki með það í planinu að fá mænurótardeyfingu.Komdu sæl.

Mörg börn snúa svona, með andlitið fram í stað aftur, á meðgöngu en flest þeirra snúa sér sjálf án þess að nokkrar sérstakar æfingar komi til.  Þau sem enn snúa svona þegar kemur að fæðingu snúa sér flest rétt í fæðingunni.  Svo er einstaka barn sem fæðist í þessari stöðu.

Barnið hefur góðan tíma til að snúa sér allt fram að fæðingu.  Þú getur kannski aðeins hjálpað til með því að vera á fjórum fótum og setja axlirnar alveg niður þannig að rassinn sé upp í loftið.  Þannig myndast meira pláss fyrir barnið til að snúa sér rétt. 

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7.nóvember 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.