Occiput posterior staða

07.11.2011

Hæhæ og takk fyrir frábæran vef.

Ég er 29+6 vikur gengin og langar að vita hvort ég get gert eitthvað í því ef ég er með OP barn.  Hvaða stellingar og æfingar snúa henni við.  Og hvenær það mætti byrja að reyna að snúa snúlluni í hina áttina. Þetta veldur mér svolitlum áhyggjum því að ég er ekki með það í planinu að fá mænurótardeyfingu.Komdu sæl.

Mörg börn snúa svona, með andlitið fram í stað aftur, á meðgöngu en flest þeirra snúa sér sjálf án þess að nokkrar sérstakar æfingar komi til.  Þau sem enn snúa svona þegar kemur að fæðingu snúa sér flest rétt í fæðingunni.  Svo er einstaka barn sem fæðist í þessari stöðu.

Barnið hefur góðan tíma til að snúa sér allt fram að fæðingu.  Þú getur kannski aðeins hjálpað til með því að vera á fjórum fótum og setja axlirnar alveg niður þannig að rassinn sé upp í loftið.  Þannig myndast meira pláss fyrir barnið til að snúa sér rétt. 

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7.nóvember 2011.