Offita og skyggni í sónar

11.09.2007

Sælar!

Mig langar svo að spyrja að einu, kannski asnalegasta spurning sem þið hafið fengið hingað til! Ég er að fara í hnakkaþykktarmælingu í næstu viku. Ég er í mikilli yfirþyngd og ég er svo hrædd um að það sjáist bara ekkert út af því í þessari skoðun. Getur það verið?

Takk fyrir fróðlega og skemmtilega síðu :)

Kveðja, Bolla.


Sæl!

Yfirþyngd gerir það oft að verkum að myndin er ekki eins skýr og stundum þarf að skoða í gegnum leggöng til að fá skýrari mynd. Oftast gengur þetta nú samt ágætlega.


Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri á Fósturgreiningardeild LSH,
11. september 2007.