Spurt og svarað

07. janúar 2009

Ofnæmi fyrir fiski

Ég sé alls staðar þar sem ég leita að mælt er með að borða mikinn fisk eða taka inn lýsi. Ég hins vegar er með ofnæmi fyrir fiski (eggjahvítuofnæmi) og hef í tengslum við það ekki heldur getað tekið inn lýsi. Hvað er hægt að taka inn eða borða í staðinn? Ég er komin rétt rúmar 4 vikur og var bara að byrja að taka inn fólinsýru (hef reyndar tekið inn b-vítamín sem inniheldur pínu fólín, í langan tíma).


Sæl og blessuð!

Fiskurinn gefur þér gott prótein og góðar fitusýrur ásamt vítamínum (A,B,D og E). Þú ættir að geta náð þér í prótein í ýmsum öðrum fæðuflokkum s.s. kjöti, baunum, ostum og eggjum. Hollar fitusýrur getur þú fengið úr hinum ýmsu olíum s.s. ólívuolíu. Það er spurning hvort þú þyrftir að taka inn D-vítamín því okkur skortir það svolítið hér á norðurslóðum sérstaklega ef við tökum ekki lýsi og borðum ekki fisk. Hin vítamínin færðu örugglega ef þú borðar almennt hollan mat og ert dugleg að borða grænmeti og ávexti.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. janúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.