ófrísk á pillunni

30.12.2014

Ég er á pillunni, microgynon, ég held að ég sé komin ca. 2 mánuði á leið og er ennþá á pillunni getur það haft áhrif á fóstrið? Sæl og blessuð, vonandi ertu hætt á pillunni fyrst þú ert ófrísk. Þrátt fyrir að það hafi komið fyrir árum saman að konur hafi tekið pilluna áfram áður en þær áttuðu sig á þungun eru engar sannanir þess að það sé  fóstrinu skaðlegt en endilega hættu strax á pillunni ef þú ert ekki hætt. Gangi þér allt í haginn.  
 
Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
30.12.2014