Spurt og svarað

13. apríl 2015

Ófrísk stuttu eftir keisaraskurð

Sælar og takk fyrir frábæran vef.
 Ég var að komast að því að ég væri ólétt aftur og samkvæmt reiknivélini hjá ykkur er ég komin rúmar 5 vikur. Ég hef áhyggjur af því að ég eignaðist barn fyrir tæpum 4 mánuðum með bráðakeisara og fékk svo sýkingu í skurðinn eftir keisarann. Þarf ég að hafa áhyggjur? þess má geta að skurðurinn var opin hjá mér í 11 vikur (bara svona smá gat til að hleypa út sára vökva) og ég er ennþá að jafna mig eftir þau veikindi. Einnig verð ég að viðurkenna að ég er dauðhrædd við þessa meðgöngu þótt krílið væri hjartanlega velkomið þá finnst mér svolítið stutt á milli barna eða tæpir 12 mánuðir og er sérstaklega hrædd um að legið mitt sé ekki tilbúið í aðra meðgöngu. Þarf ég að hafa eitthvað sérstakt í huga? Er æskilegt að fara í snemmsónar? Eitthvað sem ég á að gera öðruvísi núna en síðast? kveðja ein áhyggjufull.

 

Heil og sæl, svona almennt talað er oftast ráðlagt að bíða aðeins lengur með að verða ófrísk eftir keisaraskurð en þar sem þú ert ófrísk nú þegar verður að gera það besta úr því. Ég ráðlegg þér að fara og hitta ljósmóðurina þína í mæðravernd eða kvensjúkdómalækni og ræða málið vel við þau. Gangi þér vel.

bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
13. apríl 2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.