Spurt og svarað

01. maí 2008

Ólétt í útlöndum, komin 5 vikur

Sælar.

Ég er 23 ára og komst að því um daginn að ég er ólétt og er kominn u.þ.b. 5 vikur á leið. Núna bý ég úti í Danmörku en flyt heim til Íslands í júní, um það leiti sem ég verð komin 12 vikur á leið. Þetta er mín fyrsta ólétta og ég veit í raun lítið hvert ég á að snúa mér. Þarf ég að fara til læknis eða í skoðun áður en ég kem heim eða nægir að fara í 12 vikna sónar um leið og ég kem heim?  Og ef ég þarf að fara í skoðun eða til læknis hérna úti, vitið þið eitthvað hvert ég á að snúa mér?

Bestu kveðjur, ein áttavillt í útlöndum.Sæl og blessuð!

Hér á landi er mælt með því að fyrsta viðtal í meðgönguverndinni fari fram við 8-10 vikna meðgöngu. Þetta viðtal er við ljósmóður og gott að panta tíma með góðum fyrirvara. Þar sem þú verður ekki flutt heim á þessum tíma gæti verið sniðugt fyrir þig að ræða við ljósmóður á heilsugæslustöðinni sem þú munt leita til hér á landi í síma, t.d. til að fá upplýsingar um ómskoðun sem er í boði í kringum 12 vikur.

Ég vona að þú getir nýtt þér vel það fræðsluefni sem er í boði hér á vefnum en vil sérstaklega benda þér á að lesa pistilinn um Næringu á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. maí 2008.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.