Ólétt með klamydíu

08.05.2008

Takk fyrir góðan vef, ég er búin að leita og leita að upplýsingum hér og annarstaðar en finn ekkert um það sem ég þarf að vita.

Ég er að öllum líkindum ófrísk, búin að vera á pergótime og fékk jákvætt á þungunarprófi í gær og komin 3 vikur og 5 daga á leið samkvæmt meðgöngureikni. En ég fer í kynsjúkdómatékk á morgun því það er líka mikill möguleiki á því að ég sé með klamedyu. Löng saga sem ég vil ekki fara út í. Núna óttast ég bara um barnið mitt. Hvað nú? Missi ég fóstrið ef ég er með klamedyu? Ef ég held fóstrinu og er með klamedíu mun þá doxytab (sýklalyfið sem er við því gefið) valda fósturskemmdum?

Nú þegar ég greinist ófrísk svona snemma og kannski með klamedyu líka er þá ekki allt í lagi svona snemma í meðgöngu?

Maður hefur nú heyrt um konur sem hafa dópað og drukkið fram á 10 viku án þess að vita um meðgönguna og svo hafa þær eignast heilbrigð börn.

plís svarið sem fyrst, ég er að farast úr áhyggjum.


Sæl og fyrirgefðu hvað svarið berst seint.

Klamydía getur valdið utanlegsfóstri vegna bólgu sem getur myndast í eggjaleiðurum við sýkinguna.  Ef þú ferð til kvensjúkdómalæknis getur hann séð hvort fóstrið er á sínum stað í leginu með sónar.

Doxytab er helst ekki gefið ófrískum konum vegna hættu á fósturskemmdum en gefið er annað lyf sem ófrískar konur mega taka.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
8. maí 2008.