Ólétt og er á hormónalykkjunni

16.11.2006

Sælar!

Ég er ólétt og er á hormónalykkjunni. Er hún ekki örugglega tekin eða verður hún að vera þangað til barnið er fætt?

Með fyrirfram þökk.


Sæl og blessuð!

Þegar konur sem nota lykkju verða þungaðar er reynt að taka lykkjuna ef það er hægt á auðveldan hátt. Ef ekki er auðveldlega hægt að taka lykkjuna er hún látin vera og þangað til eftir fæðingu. Oft kemur hún sjálfkrafa niður, t.d. um leið og fylgjan en það er mikilvægt að fylgjast með því hvort hún skili sér ekki. Þó að oftast gangi allt vel þrátt fyrir að lykkjan sé ekki fjarlægð er aukin hætta á fósturlátum og fyrirburafæðingum fyrir hendi. Vegna þess hve hormónalykkjan er örugg getnaðarvörn er ekki komin svo mikil reynsla af áhrifum hennar á meðgöngu og fæðingu s.s. áhrif hormóna á barnið. Það hormónamagn sem lykkjan gefur er tiltölulega lítið og rannsóknir benda til þess að þetta hafi ekki slæm áhrif á heilsu barnanna.

Yfirfarið 29.10.2015

Heimild

RxList - The Internet Drug Index (2004) MIRENA® (levonorgestrel-releasing intrauterine system) [online]. RxList - The Internet Drug Index. Upplýsingar sóttar 9. nóvember 2006 á: http://www.rxlist.com/cgi/generic3/mirena_wcp.htm