Olía sem er óhætt að taka inn á meðgöngu

19.04.2011

Góðan dag!

Ég er að leita að olíu sem mér er óhætt að taka inn á meðgöngu í stað hörfræolíu. Geti þið mælt með einhverri olíu? Ég er þá að leita eftir að fá omega 3 og smá smurningu inní líkamann.


Sæl!

Þorskalýsi og Omega-3 eru olíur sem hægt er að mæla með á meðgöngu. Nú er einmitt mikil umræða um nauðsyn þess fyrir alla taka inn D-vítamín og þá kemur lýsið mjög sterkt inn því það inniheldur bæði A og D vítamín og omega 3 fitusýrur. Það er þó varasamt að taka inn of mikið af lýsi því þá er hætt við að of mikið sé tekið af A og D vítamínum. Ein teskeið af þorskalýsi á dag er hæfilegur skammtur á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.