Spurt og svarað

22. ágúst 2009

Ómega-3 gegn fæðingarþunglyndi?

Sælar!

Ég er nú nýbúin að fá jákvætt þungunarpróf og á því von á mínu öðru barni. Átti frekar erfitt fæðingarorlof síðast og lengi á eftir vegna fæðingarþunglyndis. Er hrædd við að ganga í gegnum þetta á nýjan leik. Systir mín hafði átt við samskonar vandamál að stríða og á hennar síðustu meðgöngu var henni ráðlagt að taka ómega fitusýrur til að varna/draga úr líkum á fæðingarþunglyndi. Er núna búin að fjárfesta í ómega fitusýrum en langar að vita hvort eitthvað sé til í þessu?

Með fyrirfram þökk, áhugasöm.


Sælar!

Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að konur sem taka inn Omega-3 á meðgöngu fæði síður fyrir tímann og séu ólíklegri til að þjást af fæðingarþunglyndi. Samkvæmt rannsókn Helland, Smith, Saarem, Saugstad og Drevon sem birtist í Pediatrics árið 2003 getur inntaka mæðra á Omega-3 á meðgöngu og við brjóstagjöf verið jákvæð fyrir seinni tíma vitsmunaþroska barna.

Gangi þér vel.

 

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. ágúst 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.