Omeprazol á meðgöngu

14.04.2012
Sælar!

Ég veit þið mælið ekki með lyfjum við brjóstsviða en öll þess hefðbundnu húsráð virka alls ekki fyrir mig en ég fékk mér eina Omeprazol i gær og hef ekki fundið fyrir neinu síðan þá. Er í lagi að taka eina á dag út meðgönguna? Komin 30 vikur og tek engin önnur lyf.

Takk fyrir fróðlegan vef.


Sæl og blessuð!

Ef þú telur þig þurfa að taka Omeprazol á meðgöngunni skaltu ráðfæra þig við lækni áður.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. apríl 2012.