Spurt og svarað

29. ágúst 2011

Aumur blettur við nafla

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Nú er ég ófrísk af mínu 3 barni og er komin rúmar 10 vikur á leið. Áður en ég vissi að ég var ófrísk fann ég stundum smá doða hægra megin við naflan, en alveg upp við hann. Fann svo ekkert meir fyrir því en ég var ég eitthvað að spenna magavöðvana í gær fyrir tilviljun og þá fékk ég heiftarlegan sting eða eiginlega svona straum eins og maður fær við sinadrátt á þennan stað, ferlega vont. Núna hefur þetta gerst nokkrum sinnum og alltaf ef ég prufa að spenna magan.
Finn að ég er með aðeins auman blett ef ég ýti inni í nafnlann og til hægri, líklegast í vöðvan sem liggur þar. Vitið þið hvað þetta getur verið og hvort ég þurfi að hafa áhyggjur. Er ekki búin að fara í fyrstu mæðraskoðun en hún er ekki fyrr en eftir tæpar 4 vikur. Hef ekki fundið fyrir þessu á fyrri meðgöngum, þá hef ég bara verið með hefðbundna togverki í legböndunum og þetta tengist því ekki neitt enda mikið ofar. Fór reyndar í keisara á síðustu meðgöngu ef það getur verið eitthvað sem veldur þessu.Komdu sæl.

Það er algengt að konur kvarti um eitthvað svona í tengslum við naflann og oftast er engin skýring. Þetta er venjulega algjörlega hættulaust þó það sé óþægilegt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29.ágúst 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.