Ómskoðun til skemmtunar

09.07.2012
Varðandi nýlega fyrirspurn um ómskoðun, af hverju er mælt með því að ómskoðun sé eingöngu notuð í læknisfræðilegum tilgangi en ekki til skemmtunar, ef hún er alls ekki skaðleg eins og sagt er í svarinu? Því nú er mikið um ómskoðanir "til skemmtunar" og margar fara jafnvel nokkrum sinnum í þrívíddarsónar.Sæl
Á Landspítla háskólasjúkrahúsi, eru framkvæmdar læknisfræðilegar rannsóknir eingöngu, við bjóðum öllum konum upp á tvær rannsóknir í meðgöngunni, við 12vikur og aftur við 20vikur, utan þess tíma þarf að vera læknisfræðileg ástæða. Hvort fólk vill fara í skemmtisónar er þeirra mál, þær skoðanir eru framkvæmdar í einkageiranum ekki á okkar vegum.Kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir ljósmóðir fósturgreiningardeild,
9. júlí 2012