Spurt og svarað

13. júlí 2009

Ómskoðun; Leghálsmælingar og skammstafanir

Ég er kominn 31 viku og var að koma úr skoðun hjá kvensjúkdómalækni, hann mældi hjá mér legháls og hann var 3,7 cm en þegar ég var í skoðun á 28 viku þá var leghálsinn 3,3 cm. Getur hann alveg breyst svona? Ég er með blað frá fósturgreiningu og þar eru skammstafir BPD, AD og svo % merki mig langar svo mikið að vita hvað þetta þíðir?

Takk fyrir góðan vef.

Kveðja, Elsa.


Sæl!

Það er alltaf einhver mæliskekkja þegar mælt er í sonar 3.3 cm eða 3.8 cm munar ekki miklu aðalatriðið er hann er eðlilega langur.

BPD stendur fyrir bipariatal-diameter sem er  mæling yfir þvert yfir höfuð. AD stendur fyrir abdominal-diameter og er mæling yfir búk (mittismál) stærð barns er reiknað út frá þessum mælingum og gefin upp í centilum merkið sem þú sýnir, 50 centile er meðalbarn, en eðlilegt bil er frá 10-90 centile.


Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
13. júlí 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.