Ómskoðun; Leghálsmælingar og skammstafanir

13.07.2009

Ég er kominn 31 viku og var að koma úr skoðun hjá kvensjúkdómalækni, hann mældi hjá mér legháls og hann var 3,7 cm en þegar ég var í skoðun á 28 viku þá var leghálsinn 3,3 cm. Getur hann alveg breyst svona? Ég er með blað frá fósturgreiningu og þar eru skammstafir BPD, AD og svo % merki mig langar svo mikið að vita hvað þetta þíðir?

Takk fyrir góðan vef.

Kveðja, Elsa.


Sæl!

Það er alltaf einhver mæliskekkja þegar mælt er í sonar 3.3 cm eða 3.8 cm munar ekki miklu aðalatriðið er hann er eðlilega langur.

BPD stendur fyrir bipariatal-diameter sem er  mæling yfir þvert yfir höfuð. AD stendur fyrir abdominal-diameter og er mæling yfir búk (mittismál) stærð barns er reiknað út frá þessum mælingum og gefin upp í centilum merkið sem þú sýnir, 50 centile er meðalbarn, en eðlilegt bil er frá 10-90 centile.


Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
13. júlí 2009.