Spurt og svarað

03. janúar 2007

Ónæmiskerfið

Er það rétt að ónæmiskerfi konu veikist þegar hún gengur með barn? 
Kvensjúkadómlæknirinn minn sagði mér að fósturfrumur kæmust inn í blóðrás
móður og trufluðu þar ónæmiskerfið sem liti á þær sem innrásarhluti.

Ég er geng núna með mitt annað barn og mér finnst eins og ég taki hverja
pestina upp eftir annarri.
Sæl og blessuð!

Það gæti verið að þú hafir eitthvað misskilið lækninn þinn, sennilega hefur viðkomandi verið að tala um einhverskonar blóðflokka
misræmi milli móður og fósturs þegar þetta var sagt. Ef blóðfrumur frá fóstrinu komast af einhverjum sökum inn í blóðrás
móðurinnar þá getur það gerst að ónæmiskerfi móðurinnar fer að líta á fósturfrumurnar sem óæskilega innrársarhluti (eins og þú
orðar það), og fer að reyna að eyða þeim. Ef þetta gerist þá getur barnið lent í vandræðum en þetta hefur ekki áhrif á heilsu
móðurinnar, og þetta hefur ekkert með flensu og pestar að gera. Þú ættir nú að biðja lækninn um að útskýra þetta fyrir þér næst
þegar þú hittir hann.
Sennilega er það nú árstíðinni að kenna að þú sért sílasin, því miður, vonandi hristir þú þetta af þér sem fyrst!

Bestu kveðjur
Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2.janúar, 2007.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.