Spurt og svarað

24. maí 2009

Önnur nýrnaskjóðan stærri

Góðan dag!

Mig langaði að forvitnast hvort þið gætuð gefið mér smá upplýsingar. Þannig er mál með vexti að bæði í 20 vikna sónar og 34 vikna sónar mældist önnur nýrnaskjóðan aðeins stærri en hún á að vera. Í 34 vikna sónar mældist hún 11 mm (minnir að mm sé mælieiningin sem læknirinn notaði). Mér fannst ég fá svo litlar upplýsingar um hvað þetta þýðir annað en að læknirinn sagði að þetta væri ekki hættulegt og að það þyrfti að fylgjast með barninu eftir fæðingu. Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um þetta mál?

Með fyrirfram þökk. Ein áhyggjufull móðir. 


Sæl!

Víkkun á nýrnaskjóðum hjá fóstri á meðgöngu er lang oftast vegna þess að þvagleiðarar eru  linir og óþroskaðir sem veldur því að það kemur oft smá knekkur á hann og þá fer þvag til baka í nýrnaskjóðuna. Þetta lagast lang oftast af sjálfu sér þegar barnið stækkar og þroskast. Mælt er með að ómskoða nýru barns eftir fæðingu og fer það eftir hversu víðar þær eru hvort eitthvað þarf að gera. Mér heyrist í þínu tilfelli þar sem nýrnaskjóðan mælist 11 mm, en allt að 10 mm er eðlilegt að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
24. maí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.