Örbylgjuofnar

23.09.2006

Sælar kæru ljósmæður.

Mig langar til að spyrja um hvort örbylgjuofnar geti valdið einhvers konar skaðlegri geislun. Ég man þegar þeir komu fyrst á markaðinn var nokkur umræða um þetta. Ég þarf í starfi mínu að nota örbylgjofn sem er staðsettur í mittishæð í u.þ.b. 20 mínútur daglega og vil bara vera viss um að það sé í lagi.

Kveðja og þakkir fyrir ágætan vef.


Sæl og blessuð! Takk fyrir að senda okkur fyrirspurn.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá eru örbylgjuofnar þannig gerðir að örbylgjugeislun frá þeim er mjög lítil, leki er mjög lítill og miklu minni en það sem telst vera skaðlegt fyrir menn. Mér vitanlega hefur ekki verið greint frá slæmum áhrif á heilsu móður eða barns sem rekja má til örbylgjugeislunnar. Sumir telja þó að sé hættulegra að borða mat sem eldaður er í örbylgjuofni en að vera nálægt örbylgjuofni, samt sem áður er maturinn ekki talinn vera okkur hættulegur.

Þú getur lesið meira um örbylgjuofna á eftirfarandi síðum:

http://hps.org/hpspublications/articles/microwaveovens.html 

http://hps.org/publicinformation/ate/faqs/microwaveovenq&a.html.

Vona að þessar upplýsingar komi að gagni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. september 2006.