Sif

15.05.2017

Hæhæ Ég vildi aðeins fá að forvitnast. Ég hætti á túr svona sirka 28-29 maí og núna er 15 maí .. Er ég þá ekki á egglosi? Eru miklar líkur að ég verði ólétt ef sæðið fór inní leggöngin? Hvenær get ég tekið test ef kynlífið var núna 15 maí? Ég veit ekki hvernig ég get orðað þetta allt saman betur en vonandi skilur þú! Mbk Ég :)

Heill og sæl, það fer eftir því hversu langur tíðahringur þinn er hvenær egglosið er. Það er alltaf hálfum mánuði á undan blæðingunum. Það er möguleiki að þú verðir ófrísk - ég ráðlegg þér að taka þungunarpróf ef þú byrjar ekki á túr og ert komin nokkra daga framyfir. Það hefur engan tilgang að taka próf fyrr. Gangi þér vel.