Að hætta brjóstagjöf

28.05.2017

Hvernig hætti eg brjóstagjöf þar sem það er hætt að gefa lyf til þess, barnið mitt er 8 mánaða og hef ekki næga mjólk fyrir það yfir daginn og er að vinna þannig eg er oft með stálma eftir vaktir, Eg kann ekki að hætta brjóstagjöf þar sem eg gef alltaf eftir þegar mer er illt og leyfi henni að klára ur brjóstunum.

Heil og sæl, þetta getur verið nokkuð flókið en það einfalda er að fækka gjöfum  og stytta gjafatímann. Taktu þér nokkra daga í þetta og þá smá dregur úr framleiðslunni. Ef þér er illt í brjóstunum og finnst þau vera full er betra að fara í heita sturtu og láta leka úr brjóstum sjálfkrafa heldur en að vera að mjólka mikið og/eða leggja barnið á. Gangi ykkur vel.