Spurt og svarað

28. maí 2017

Að hætta brjóstagjöf

Hvernig hætti eg brjóstagjöf þar sem það er hætt að gefa lyf til þess, barnið mitt er 8 mánaða og hef ekki næga mjólk fyrir það yfir daginn og er að vinna þannig eg er oft með stálma eftir vaktir, Eg kann ekki að hætta brjóstagjöf þar sem eg gef alltaf eftir þegar mer er illt og leyfi henni að klára ur brjóstunum.

Heil og sæl, þetta getur verið nokkuð flókið en það einfalda er að fækka gjöfum  og stytta gjafatímann. Taktu þér nokkra daga í þetta og þá smá dregur úr framleiðslunni. Ef þér er illt í brjóstunum og finnst þau vera full er betra að fara í heita sturtu og láta leka úr brjóstum sjálfkrafa heldur en að vera að mjólka mikið og/eða leggja barnið á. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.