Spurt og svarað

06. júní 2017

Hröð fæðing líka næst?

Sæl ég á þrjár fæðingar að baki og tvær síðustu voru mjög hraðar. Sú fyrri þeirra þannig að barnið fæddist með alveg fjólublátt höfuð af mari og sú seinni þannig að frá því að ég vaknaði upp með verki og þar til barnið var fætt leið innan við hálftími. Eftir þá fæðingu sagði ljósmóðirin sem tók á móti barninu mér að ef ég hygði á frekari barneignir skildi ég ekki reikna með að ná á spítala til að fæða. Nú er ég nýbúin að komast að því að ég er ófrísk og gengin rúmar fimm vikur. Ég er strax farin að kvíða fæðingunni hræðilega og því að ég muni ekki ná á spítala. Hef ég raunverulega ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu?

Heil og sæl, ég held að ef þú ert hraust og meðganga þín eðlileg þá er heimafæðing góður kostur fyrir konu eins og þig. Það er ekki víst að næsta barn fæðist með svona eldingarhraða en það eru þó nokkrar líkur til þess samt. Það gæti því verið sniðugt fyrir þig að ræða við heimafæðingarljósmóður þegar líður á meðgönguna. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.