Kynlíf á meðgöngu

09.06.2017

Hæ ég var að velta fyrir mér er kominn á 29vikur +4 daga .Og áhuginn á kynlífi hefur minnkað hjá okkur töluvert,eiginlega orðið af engu .semsagt ekkert kynlifi . Hvenær verður þetta aftur eins og þetta var ? Ætti ég að hafa áhyggjur?

Heil og sæl, hafðu ekki áhyggjur af þessu - það er mjög misjafnt mili para hve líflegt kynlíf er á meðgöngu og hvenær það byrjar aftur eftir fæðingu. Best er að ræða opið saman um þetta svo þið séuð á sama stað með þetta og skiljið hvort annað. Gangi ykkur vel.