Sofa á mallanum

10.06.2017

Ég á einn 4 mánaða snáða og hann er nýfarinn að sofa á mallanum ef ég legg hann á hliðina, var spá er í lagi að leyfa honum að sofa á maganum? En ég hef yfirleitt látið hann sofa a bakinu en upp á síðkastið vill hann bara sofna á hliðinni eða í fanginu á mér. Vil helst að hann sofni sjálfur i sínu rúmi og hann er mitt fyrsta barn. Btw takk fyrir æðislegan vef búinn að nýtast mér mikið og á meðgöngunni lika :)

Komdu sæl og blessuð, eins og þú veist er mælt með því að láta lítil börn sofa á bakinu. Hins vegar komast þau á þann aldur að þau fara að snúa sér sjálf og þá verða þau að ráða. Ég get ekki mælt með því að hann fái að sofa á maganum þar sem það er þvert á leiðbeiningar. Set hér hlekk á grein um svefnstellingar ungbarna. Gangi þér vel.