Spurt og svarað

10. júní 2017

Sofa á mallanum

Ég á einn 4 mánaða snáða og hann er nýfarinn að sofa á mallanum ef ég legg hann á hliðina, var spá er í lagi að leyfa honum að sofa á maganum? En ég hef yfirleitt látið hann sofa a bakinu en upp á síðkastið vill hann bara sofna á hliðinni eða í fanginu á mér. Vil helst að hann sofni sjálfur i sínu rúmi og hann er mitt fyrsta barn. Btw takk fyrir æðislegan vef búinn að nýtast mér mikið og á meðgöngunni lika :)

Komdu sæl og blessuð, eins og þú veist er mælt með því að láta lítil börn sofa á bakinu. Hins vegar komast þau á þann aldur að þau fara að snúa sér sjálf og þá verða þau að ráða. Ég get ekki mælt með því að hann fái að sofa á maganum þar sem það er þvert á leiðbeiningar. Set hér hlekk á grein um svefnstellingar ungbarna. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.