Léttöl á meðgöngu?

14.06.2017

Er í lagi að drekka léttöl á meðgöngu? Stundum langar mig bara aðeins að fá bragðið þegar maður er í veislu/útilegu/fer til útlanda o.þ.h. social events. Ég fann "bjór" sem var 0.5% áfengi í og var að spá hvort það væri ekki alveg safe að drekka 1 og 1 svoleiðis við tækifæri :) hef ekki þorað að fá mér léttöl sem er 2.25% en gaman að vita ef það er í lagi líka.

Heil og sæl, þar sem enginn veit hversu mikið áfengi er í lagi á meðgöngunni þá er ekki ráðlagt að neyta neins sem inniheldur áfengi þó að í litlu magni sé. Það er ekki hægt að rannsaka þetta þar sem siðferðilega er ekki hægt að láta barnshafandi konur neyta áfengis í rannsóknarskyni. Það eru þó til staðfestar niðurstöður á því að áfengi sé hættulegt fóstrinu en enginn veit í hvaða magni. Gangi þér vel.