Miklir verkir

14.06.2017

Sæl, Ég komst að því að ég var ólétt fyrir stuttu og held að ég sé komin u.þ.b. 4 vikur á leið. Ég er búin að finna fyrir túrverkjum, sem ég hef lesið um að það sé bara legið að stækka, er þreyttari og kúgast mikið og auðveldlega á morgnanna. Seinustu nótt vaknaði ég um 5 leitið að drepast úr verkjum, lýsir sér sem mjög miklum túrverkjum og magakveisu. Það hefur ekkert blætt samt eftir þetta. Þetta fór á endanum og ég náði að sofna en ég er með miklar áhyggjur af þessu, hvað gæti þetta verið?

Heil og sæl, ef þú ert nú laus við verkinn þarftu ekki að bregðast við á neinn hátt. Ef þú hefur áfram slæma verki ráðlegg ég þér að leita til læknis. Gangi þér vel.