Þurr húð hjá 4 mánaða

15.06.2017

Góðan daginn og takk kærlega fyrir svona frábæran vef! Nú hefur húðin hjá stelpunni minni alltaf verið til fyrirmyndar! alltaf silkimjúk og ekkert vesen, en núna upp á síðkastið þá byrjaði hún að fá þurrkubletti á fæturnar, hún er frekar þybbin og talin mjög stór fyrir sinn aldur, er orðin 8 kíló. Er þetta bara eðlilegt, því ég sá á vefnum hjá ykkur að þetta er eðlilegt hjá ungabörnum, en hún er orðiin 4 mánaða gildir það sama fyrir hana og nýfædd börn? Fyrirframm þakkir

Heil og sæl, það er ágætt að bera lyktarlaust rakakrem á blettina svo sem eins og locobase eða eitthvað þvíumlíkt krem. Einnig getur verið gott að setja ilmlausa olíu í baðvatnið hennar. Gangi þér vel.