Laxerolia

16.06.2017

Mig langar til að forvitnast um laxeroliuna. Ég er gengin 38+ vikur og a stelpu fyrir sem eg endaði i gangsetningu með. Mig langar mest af öllu að fara sjalf af stað. Hvað get eg gert til þess að flýta fyrir eða hjálpa sjálfri mér að komast af stað ? Má taka laxerolíu ? Ef svo er hversu mikið i einu og hversu oft.

Heil og sæl, stundum getur laxerolía hjálpað, það þarf þó að fara mjög varlega í notkun hennar. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við ljósmóðurina þina í meðgönguverndinni áður en þú leggur í nokkuð svona. Það gefur ekki góða raun að reyna að koma sér af stað svona snemma svo ég ráðlegg þér að bíða þar til þú ert komin vel framyfir settan dag. Gangi þér vel.