Hiti á meðgöngu

16.06.2017

Hæ Er eðlilegt að fá oft hita á meðgöngu? Ég er vanalega ekki oft með hita. Ég fékk hita í síðustu viku(37,7) og aftur í dag(37,7) og mér liður eins og ég sé með 40 stiga hita.. ég svitna öll og með svima, næ litið að borða og þvílíkan hausverk. Þetta hefur gerst í kringum 4 sinnum síðan ef varð ólétt og alltaf sömu einkenni. Hef aldrei farið yfir 38 stiga hita. Hef oftast tekið 2 daga frá vinnu og slakað á og er oftast hitalaus á 3 degi. Þetta getur ekki verið eðlilegt, ég er alveg frá þegar þetta gerist. Kv 22 vikur

Heil og sæl, nei þetta er ekki venjulegt þungunareinkenni og ég ráðlegg þér að fara til læknis til að láta skoða þig nánar. Gangi þér vel.