Egglosverkir

17.06.2017

Sælar og takk fyrir æðislegan vef :) Mig langaði aðeins að forvitnast, nú er ég ekki á neinni getnaðarvörn og fæ ég svona svakalega egglosverki þegar ég er með egglos. Nema hvað að áður fyrr var ég á pillunni í nokkur ár og fann þá aldrei fyrir egglosinu. En áður en ég fór á pilluna þá fann ég fyrir egglosinu. Ég eignaðist barn fyrir àri síðan og hef ekki verið á neinni getnaðarvörn eftir barnsburð, en mér finnst egglosverkirnir töluvert verri núna eftir að ég átti og vildi bara athuga hvort það gæti eitthvað tengst því? Þá eftir meðgöngu eða að vera á engri getnaðarvörn? Hef mikið heyrt um blöðrur á eggjastokkum en vona innilega að það sé ekki það. Fæ verkina mest vinstra megin neðst í kviðarholi og einnig í endaþarm. Verð útþanin og með mikið loft í maganum. Vonandi getið þið svarað mér. Með fyrirfram þökk :)

Heil og sæl, það er misjafnt hvað konur finna mikið fyrir egglosinu. Sumar finna mjög greinilega fyrir því með talsverðum óþægindum. Mér finnst þín einkenni frekar mikil og ráðlegg þér að ræða málið við tækifæri við kvensjúkdómalækni. Gangi þér  vel.