Spurt og svarað

29. apríl 2008

Ósamræmi í svörum um osta

Mig langaði að benda á að það er ósamræmi í svörum hjá ykkur varðandi íslenska osta. Sum svör mæla með því að sleppa mygluostunum, þó þeir íslensku séu gerilsneyddir, meðan önnur svör segja að það sé í fínu lagi að borða alla íslenska osta.


Samkvæmt því sem við best vitum er barnshafandi konum óhætt að borða alla íslenska osta því rannsóknir á íslenskum ostum sýna að ekki er hætta á smiti við neyslu þeirra.

Í Bretlandi er barnshafandi konum þó ráðlagt að borða ekki mygluosta s.s. Brie, Camenbert og Gráðost, hvort sem þeir eru unnir úr gerilsneyddri mjólk eður ei. Þetta er ráðlagt til þess að minnka líkur á því að barnshafandi konur sýkist af Listeríu sem getur verið mjög hættuleg fyrir ófædda barnið.  Mygluostar eru basískari og innihalda meiri vökva en aðrir ostar og þess vegna eru meiri líkur á því að óæskilegar bakteríur eins og Listería nái að vaxa.  (Heimild: http://www.foodstandards.gov.uk). Þetta er gott að hafa í huga á ferðalögum erlendis.

Ég renndi í gegn um svör okkar um osta og gat ekki fundið þetta ósamræmi sem þú nefnir. Getur þú bent mér nákvæmlega á þessi svör sem þú ert að tala um.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.