Brún útferð 11 vikum eftir fæðingu

19.06.2017

Góðan daginn Mig langaði að forvitnast hvort það væri eðlilegt að fá brúna útferð 11 vikum eftir fæðingu?(hún er lyktarlaus) Ég er með barnið á brjósti og úthreinsunin kláraðist á sirka 5 vikum. Bestu kveðjur

Heil og sæl, þetta þykir mér frekar langur tími, að vísu er gott að ekki er nein lykt af þessu svo að það bendir til að engin sýking sé til staðar. Ég ráðlegg þér að ráðfæra þig við lækni um þetta ef þetta fer ekki að hætta. Gangi þér vel.