Spurt og svarað

20. júní 2017

Grænt legvatn og hósti

Hæhæ. Ég eignaðist son minn í október 2015. Þetta var erfið fæðing og var legvatnið grænt þegar belgurinn var sprengdur. Hann fór á vökudeild eftir að hafa verið tekinn með klukku en var fljótur að ranka við sér og var kominn aftur í fangið til mín 1 og hálfum tíma síðar. Hann hinsvegar hóstaði og kúgaðist mikið fyrsta sólarhringinn og hefur hann hóstað mikið síðan þó svo hann sé ekki kvefaður. Dagmamman talar um þetta og hann hóstar ósjaldan upp mat/ælir enn þann dag í dag við mikil átök. Hann hóstar einnig oft þegar hann hefur hlaupið svolítið. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort einhver tengsl gætu verið milli fæðingarinnar (að skítugt legvatn hafi komist í lungun) og þeirri staðreynd að barnið mitt hóstar meira en flest önnur börn? 

Heil og sæl, ég hef hvergi rekist á það að það séu tengslu milli litaðs legvatns og hósta síðar á ævinni. Sérstaklega þar sem hann var mjög fljótur að jafna sig og var kominn til þín fljótt. Að hósta og kúgast á fyrsta sólarhring er frekar algengt hvort sem legvatn er litað eða ekki. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.